© FILMFLEX 2017

Hafa samband:

Tölvupóstur
holmgeir@filmflex.is

Skrifstofusími
415 11 11

Filmflex var stofnað árið 1989. Upphaflegur tilgangur var útgáfa & dreifing kvikmynda með íslenskum texta á VHS myndböndum til útleigu á myndbandaleigum um allt land. Við bættist miðlun kvikmyndaréttinda, sölumyndbönd til almennings, og loks útgáfa á DVD mynddiskum.

Gildi Filmflex er miðlun afþreyingar til viðskiptavina, hvort heldur er erlent endurvarp sjónvarpsstöðva eða kvikmynda og sjónvarpsmynda fyrir stafræna dreifingu.

VELKOMIN

Filmflex var stofnað þann 4 September árið 1989 og hét þá FM Dreifing. Tilgangur félagsins var útgáfa kvikmynda með íslenskum texta á VHS myndböndum auk þess að starfrækja nokkrar myndbandaleigur í Reykjavík. Viðskiptavinir voru myndbandaleigur um land allt.

Um Filmflex

Kjarnastarfsemi Filmflex er miðlun sýningarréttinda fyrir hefðbundna dreifingu sbr sjónvarp, en einnig stafræna nýmiðlun til viðskiptavina sinna sem eru fjarskiptafyrirtæki og aðrir afþreyingarmiðlar hérlendis og erlendis.

Þá er Filmflex leyfishafi fyrir fjölmargar þekktar erlendar sjónvarpsstöðvar eins og CNN fyrir “viðskipta” markaðinn sem nær til rekstraraðila sem nýta sér endurvarp sjónvarps í atvinnuskyni.

Filmflex hefur haft starfsstöðvar í Danmörku, Írlandi og á Spáni vegna erlendra verkefna á þess vegum sem samstarfsaðili fjölmargra tæknifyrirtækja í miðlun & samningagerð sjónvarpsréttinda, sjónvarpsstöðva og kvikmyndaréttinda. Meðal þeirra má nefna: Magnet Networks í Dublin í samstarfi við íslenska sprotafyrirtækið Industria. Verkefni Filmflex náði um sýningarrétt fyrir IPTV á 80 sjónvarpsstöðvum, auk flókinna samninga við SKY um að bjóða allar stöðvar SKY á innra kerfi Magnet, auk annarra breskra og írskra sjónvarpsstöðva.

Þá hefur félagið komið að Velocity One Wembley í London með 30 stöðva sjónvarpspakka. Comex í Danmörku með VOD efni og Video International á Spáni með VOD efni.

Einnig hefur verið unnið í VOD verkefnum í Portúgal, Albaníu, Lettlandi, Eistlandi og Póllandi.

Erlend kvikmyndaréttindi félagsins teljast nú nokkuð hundruð kvikmyndir sem geymdar eru á stafrænu formi, tilbúnar til innsetningar á erlendum VOD mörkuðum í bestu fáanlegu gæðum hverju sinni.

Forstöðumaður Filmflex er Hólmgeir Baldursson sem stýrt hefur félaginu frá stofnun þess.

Ný tækni gerir félaginu kleift að nálgast viðskiptavini sína framvegis beint um “öpp” eins og Amazon Firestick, Apple TV4, Chromecast og önnur stafræn viðmót, en fylgst er náið með nýjustu tækniframförum.

Vörumerki Filmflex eru skráð hjá ELS og hafa verið gerðir samningar við STEF & NCB um opinberan tónlistarflutning

 

Filmflex hefur gert ódauðleg orð Bill Gates að sínum:

Content is King!