Skjár Eitt var íslensk sjónvarpsstöð sem var sett í loftið 18 október 1998.

Fyrst um sinn sendi sjónvarpsstöðin út á örbylgjutíðni 21 sem náðist á höfuðborgarsvæðinu, suðurnesjum og á Akranesi.

Dagskrá stöðvarinnar samanstóð af bandarískum og breskum sjónvarpsþáttum og ber þar hæst að nefna Dallas.
Af öðrum bandarískum sjónvarpsþáttum var spjallþáttur Dave Letterman einnig sýndur á stöðinni.

Af breskum sjónvarpsþáttum var heilmikið framboð, má þar nefna Bottom með háðfuglunum Adrian Edmonson & Rik Mayall, Brittas Empire & Colditz.

Síðar kom innlend framleiðsla í samstarfi við Nýja Bíó fram með þætti eins og Með Hausverk Um Helgar og Silfur Egils sem nutu fádæma vinsælda og sköpuðu sjónvarpsstöðinni vinsælda.

Skjár Eitt var rekið af Íslenska Sjónvarpsfélaginu og var eignarhald félagsins ávallt í meirihlutaeigu stofnandans Hólmgeirs Baldurssonar, en um mitt ár 1999 stóð til að efna til samstarfs við Íslandssíma um að veita ýmsa aðra þjónustu sem þá var að koma fram á tæknisviðinu, enda félagið þá nýverið búið að semja við Símann um flutning stöðvarinnar á Breiðbandinu auk þess sem ýmis minni kapalkerfi á landsvísu voru byrjuð að dreifa stöðinni.

Vegna þreifinga við Íslandssíma kom fram áhugi nýrra aðila sem óskuðu eftir að kaupa hlut í stöðinni og auka framleiðslu á innlendu efni með kaupum á Nýja Bíó og sameina rekstrarfélögin.

Það varð úr að Íslenska Sjónvarpsfélagið ehf var alfarið selt nýjum hluthöfum sem tóku við rekstri stöðvarinnar.

Skjá Eitt var þá lokað og nýtt nafn og merki tekið upp, Skjár Einn sem er önnur saga.

Skjár Eitt var ávallt til húsa að Engihjalla 8 í Kópavogi á fyrstu hæð. Þar rak stöðin útsendingarver, söludeild og almennt skrifstofuhald.

Myndver Nýja Bíós var í Skipholti 31 og  var félagið stofnað sumarið 1989 af þeim Sonju B. Jónsdóttur, Hilmari Oddssyni, Guðmundi Kristjánssyni og Þorgeiri Gunnarssyni.

Hugmyndin af þætti Egils Helgassonar er komin frá Nýja Bíó sem í samstarfi við Egil mótaði hugmyndina.

Hugmyndin af þáttunum Með hausverk um helgar kom frá þáttastjórnendunum Sigurði Hlöðverssyni og Valgeiri Magnússyni.

Áhorf á Skjá Eitt var stígandi allar götur frá því að stöðin fór í loftið og mældist mest um 30% í aldurshópnum 12-19 ára samkvæmt mælingu Gallup um sex mánuðum eftir að stöðin fór í loftið.

Frekari upplýsingar, myndir og annar fróðleikur er væntanlegur á þetta heimasvæði.